
Stærri gerðin af verkefnatösku sem hentar fyrir verkefni þar sem notaðar eru nokkrar hespur eins og fyrir minni peysur og stærri sjöl. Stærð u.þ.b. 35 cm (14") á breidd, 23 cm (9") á hæð, með 15 cm (6") dýpt á botni.
Hver taska er handgerð með blöndu af bómullar og hör efni í neðri hlutanum og bútasaumsbómullarefni sem myndaefni og fóður. Efnin eru styrkt með flíselíni til að gera töskuna þykkari en samt mjúka og sveigjanlega. Taskan er dregin saman með snúru.
Hver tegund af tösku er gerð í takmörkuðu upplagi og oft bara fáeinar í hverju þema.