Taska sem hentar undir smærri verkefni eins og sokka, húfur, vettlinga, minni sjöl eða kraga og smábarnaflíkur. Má einnig nota undir ýmislegt annað. Stærð u.þ.b. 28 cm (11") á breidd, 20 cm (8") á hæð,10 cm (4") dýpt á botni.
Hver taska er handgerð með blöndu af bómullar og hör efni og bútasaumsbómullarefni. Efnin eru styrkt með flíselíni til að gera töskuna þykkari en samt mjúka og sveigjanlega.
Taskan er dregin saman með snúru.