Um Ragnarsdóttir
Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir
Ég elska alls konar handavinnu en prjón og bútasaum mest. Ég hef prjónað frá unglingsaldri en datt í bútasauminn þegar ég var í fæðingarorlofi með elsta barnið fyrir rúmum 25 árum síðan. Fyrir nokkrum árum fór ég að hanna og sauma töskur handa sjálfri mér og til gjafa handa vinkonum og systrum. Svo fór ég að selja þær á prjónauppákomum og nú í litlu búðinni minni hér á netinu. Ég er búsett í útjaðri höfuðborgarinnar og veit fátt betra en að fá mér göngutúr í náttúrunni sem er rétt fyrir utan dyrnar hjá mér.
Ragnarsdóttir - vörumerkið mitt
Ég valdi þetta nafn á litla töskufyrirtækið mitt augljóslega af því að ég er Ragnarsdóttir en einnig og ekki síður þar sem að það eru margir mér kærir einnig með nafnið Ragnar eða eru Ragnarsdætur. Ég á þrjár systur sem bera líka nafn föður okkar og svo heitir sonur minn Ragnar og einnig maðurinn minn þannig að dætur mínar tvær eru einnig Ragnarsdætur. Svo það má segja að nafnið tengi okkur öll saman.
Um töskurnar mínar
Hver taska er handgerð úr bómullarhöri og gæða bútasaumsbómullarefnum. Þær eru styrkar með flíselíni til að gera þær þykkari en samt mjúkar og sveigjanlegar. Efnið í fóðrinu er ýmist einlitt eða með myndum, eftir því hvað passar best við ytri efnin hverju sinni. Ég geri bara fáar töskur í hverri gerð og finnst gaman að bjóða upp á fjölbreytt úrval lita og mynda til að velja úr. Ef þið viljið þvo töskurnar þá mæli ég með að þvo þær á ekki hærri hita en 30° og gott að nota litagildruklúta sem fást í matvörubúðum til að koma í veg fyrir að litir smiti.
Hafa samband
Netfangið er info@ragnarsdottir.is